Djúpavogshreppur
A A

Rúllandi snjóbolti eitt af þremur verkefnum tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Rúllandi snjóbolti eitt af þremur verkefnum tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Rúllandi snjóbolti eitt af þremur verkefnum tilnefnd til Eyrarrósarinnar

skrifaði 16.02.2018 - 11:02

Það er með mikilli ánægju og stolti sem við segjum frá því að Rúllandi snjóbolti er eitt af þeim þremur verkefnum sem hafa hlotið tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2018. Verðlaunaafhendingin fer fram í Neskaupsstað 1. mars næstkomandi.

Hin tvö verkefnin sem einnig eru tilnefnd eru verkefnin Ferskir vindar í Garði og Skjaldborg - Hátíð íslenskra heimildamynda.

Alls bárust 33 umsóknir um viðurkenninguna í ár, hvaðanæva að af landinu. Valin voru 6 verkefni á Eyrarrósarlistann en nú er búið að þrengja hringinn velja þau 3 verkefni sem eru tilnefnd til sjálfrar Eyrarrósarinnar. 

Sjá nánari upplýsingar í fréttatilkynningu frá Listahátíð með því að smella hér

Við óskum Rúllandi snjóbolta innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu.

BR