Djúpivogur
A A

Rjúpa gerir sig heimakomna

Rjúpa gerir sig heimakomna

Rjúpa gerir sig heimakomna

skrifaði 24.05.2013 - 11:05

Það eru örugglega ekki margir leikskólar á landinu sem geta státað sig af því að fá heimsókn frá rjúpnapari og það í mikilli nálægð.  Börnin fengu að fylgjast með því þegar tvær rjúpur voru í tilhugalífinu á leikskólalóðinni og var annar fuglinn mjög forvitinn um hvað væri að gerast innandyra enda kom hann á hurðina og bankaði.  Þeim fannst þetta mjög spennandi og vildu helst opna hurðina og hleypa rjúpunni inn og eiga hana.  Það er von okkar að við fáum að sjá fullt af rjúpnaungum hér í kringum leikskólann þegar líða tekur á sumarið.  Myndbandið sem hér sést fyrir neðan er tekið í sl. viku. 

 

ÞS