Djúpivogur
A A

Rekinn rostungur við Kálk

Rekinn rostungur við Kálk

Rekinn rostungur við Kálk

skrifaði 04.02.2014 - 15:02

Nú um síðastliðna helgi hefur rostungsurtu rekið á land við Kálk úti á Búlandsnesi. Ekki er gott að segja hvort rostungurinn hafi verið dauður þegar honum skolaði á land. Hann er um 2,5 metrar á lengd, virðist vera nokkuð horaður og tennurnar vantar í hann.

Há sjávarstaða var um helgina og mikið hvassviðri og eru skýr ummerki þess víða um nesið. Grjót og þari þöktu stóran hluta Víkurlandsins á Djúpavogi og mikill sandburður hefur verið úti á landi, þannig að landið hefur á mörgum stöðum stækkað sjáanlega.

Hægt er að skoða myndir af rostungnum með því að smella hér.

ÓB