Djúpavogshreppur
A A

Reglur um eingreiðslu til húsbyggjenda í Djúpavogshreppi

Reglur um eingreiðslu til húsbyggjenda í Djúpavogshreppi

Reglur um eingreiðslu til húsbyggjenda í Djúpavogshreppi

skrifaði 18.05.2016 - 11:05

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps veitir húsbyggjendum í Djúpavogshreppi styrk til byggingar á íbúðarhúsnæði skv. sérstökum reglum þar um.

Reglurnar eru sem hér greinir:

1. Greiddur verður styrkur (eingreiðsla) til húsbyggjenda í Djúpavogshreppi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eingöngu lóðarhafi getur sótt um styrkinn. Ekki verður gengið frá sérstöku umsóknareyðublaði, en sveitarstjóri / form. SFU mun aðstoða við gerð umsókna.
2. Húsbyggjandi verður að eiga lögheimili í sveitarfélaginu, þegar umsókn er lögð inn.
3. Styrkur er eingöngu veittur til byggingar íbúðarhúsa og lágmarksstærð þeirra þarf að vera 60 m² að grunnflatarmáli. Sumarhús eða svonefnd frístundahús falla ekki undir reglurnar, þar sem markmiðið með reglunum er m.a. að stuðla að fjölgun íbúa í byggðarlaginu.
4. Byggingaryfirvöld í Djúpavogshreppi þurfa að hafa veitt öll tilskilin leyfi til
húsbyggingarinnar áður en styrkumsókn er lögð inn.
5. Eingöngu verður veittur styrkur til nýbygginga á byggingarsvæðum innan
skipulagðrar íbúðabyggðar í Djúpavogshreppi.
6. Fjárhæð byggingarstyrks er kr. 1.500.000.-. Frá greiðslum dragast öll gjöld sem innheimt eru skv. gjaldskrá 506 / 2013 eða síðari gjaldskrá(m) um sama efni.
7. Greiðslan skal því aðeins innt af hendi að hús sé eigi síðar en í árslok 2017 fokhelt skv. vottorði frá byggingarfulltrúa. Reglurnar gilda til loka árs 2017.


Sjá .pdf útgáfu af reglunum
Reglurnar má líka finna hér til vinstri undir Stjórnsýsla - Reglur og samþykktir

 

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri