Djúpivogur
A A

Refaveiðar

Refaveiðar

Refaveiðar

skrifaði 29.04.2013 - 09:04

Auglýst er eftir refaveiðimönnum til starfa á eftirtalin veiðisvæði í Djúpavogshreppi til eins árs  frá og með miðjum maí 2013:

Svæði 1:          Streiti til og með Berufirði (að Selnesi)
Svæði 2:          Fossárdalur að Hamarsá (Lindarbrekka meðtalin)
Svæði 3:          Sunnan Hamarsár að Múlahálsi
Svæði 4:          Múlaháls að hreppamörkum í Hvalnesskriðum (Hærukollsnes meðt.)

Greiðslur til refaveiðimanna verða samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar frá 8. apríl 2013. Drögin verða send / afhent þeim, er þess óska.

Vakin er athygli á að samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var 1 milljón kr. ætluð til refaveiða í ár.  Að tillögu landbúnaðarnefndar var sú upphæð hækkuð um 500 þús. samkv. ákvörðun sveitarstjórnar dags. 18. apríl.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2013. Umsóknir og frekari fyrirspurnir berist skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpivogur eða á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is.

Sveitarstjóri