Djúpivogur
A A

Ragnar Sigurður í liði MA í Gettu Betur

Ragnar Sigurður í liði MA í Gettu Betur

Ragnar Sigurður í liði MA í Gettu Betur

skrifaði 08.03.2018 - 10:03

Lið Menntaskólans á Akureyri mætir liði Fjölbrautarskólans í Breiðholti í spurningakeppninni Gettu betur næstkomandi föstudag. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV og hefst hún kl. 20:15. 

Það er gaman að segja frá því að Djúpavogsbúinn Ragnar Sigurður Kristjánsson er í liði MA, annað árið í röð en með honum í liðinu eru þau Sölvi Halldórsson og Sabrina Rosazza. Okkur finnst óhætt að halda því fram að krafturinn frá Búlandstindi einkenni liðið en Sabrina bjó hér á staðnum fyrir nokkrum árum þegar móðir hennar, Fjóla Björnsdóttir, starfaði hér sem læknir. 

Við óskum liði MA góðs gengis í keppninni og vonumst til að sjá þau áfram.

BR