Djúpavogshreppur
A A

Pub quiz í Löngubúð laugardaginn 20.febrúar

Pub quiz í Löngubúð laugardaginn 20.febrúar

Pub quiz í Löngubúð laugardaginn 20.febrúar

skrifaði 18.02.2010 - 11:02

Laugardagskvöldið 20. febrúar verður fyrsta "pub quiz" ársins haldið í Löngubúð. Langabúð opnar kl. 21:00 og hefst spurningakeppnin kl. 21:30. Þemað að þessu sinni verður "spurningar úr öllum áttum" og því geta keppendur átt von á allskonar spurningum.

Við hvetjum alla til þess að mæta og sýna hverjir vita mest um allt og ekkert

*Leikurinn fer þannig fram að liðin (hámarki 4 manns í hverju) skrifa svör  spurninga sem lesnar eru upp á blað og að því loknu er farið yfir svörin og stigin talin saman. Spurningarnar spanna alla flóruna hvort sem það er landafræði, líkindareikningur, leikskólasöngvar eða eitthvað allt, allt annað, flestar hverjar laufléttar, sumar lúmskar og  aðrar sem valda örlítið meiri hugarbrotum.

BR