Djúpivogur
A A

Prinsinn sendir jólakveðju til heimsbyggðarinnar!

Prinsinn sendir jólakveðju til heimsbyggðarinnar!

Prinsinn sendir jólakveðju til heimsbyggðarinnar!

skrifaði 05.12.2016 - 11:12

Ef það er eitthvað sem er jafn öruggt og sólaruppkoman, þá er það að Karlsstaðabóndinn finnur sér alltaf eitthvað til dundurs.

Nýjasta uppátækið er fallegt framtak í samstarfi við UNICEF á Íslandi, sem snýr að jólátakinu sannar gjafir

Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn. Gjöfunum sem keyptar eru í vefverslun UNICEF er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest.

Sannar gjafir UNICEF eru keyptar í nafni þess sem þig langar að gleðja. Þú færð fallegt gjafabréf með ljósmynd og lýsingu á gjöfinni og lætur viðkomandi fá bréfið. Hjálpargögnin sjálf eru hins vegar send úr birgðastöð UNICEF til barna í neyð.

Hægt er að velja um margs konar hjálpargögn í öllum verðflokkum. Öll eiga þau eitt sameiginlegt: Að bæta líf barna um víða veröld.

Liður í þessu átaki er lagið Jólakveðja, sem prinsinn gaf út ásamt vinum sínum í Gosum, en Gosar héldu einmitt eftirminnilega tónleika í Havarí á Karlsstöðum í október. Lagið er gjöf frá Prins Póló til UNICEF. Við lagið eru þeir félagar búnir að búa til þetta skemmtilega myndband, sem sjá má hér að neðan.

Þið getið kynnt ykkur sannar gjafir nánar með því að smella hér.

Með því að smella hér getið þið hlustað á viðtal sem Prins Póló fór í hjá Harmageddon á X977.

ÓB