Djúpavogshreppur
A A

Prins Póló á toppnum

Prins Póló á toppnum

Prins Póló á toppnum

skrifaði 28.08.2014 - 10:08

Svavar Pétur Eysteinsson, bóndi á Karlsstöðum í Berufirði, bulsusali og tónlistarmaður með meiru - betur þekktur sem Prins Póló - situr á toppi vinsældarlista Rásar 2 með lagið París norðursins úr samnefndri kvikmynd.

Lagið hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu vikur, enda gríðarlega grípandi og skemmtilegt.

París norðursins, kvikmynd eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, verður frumsýnd þann 5. september hér á landi og sér Prins Póló um alla tónlist í myndinni.

Við óskum Svavari til hamingju með topplagið.

Þeir sem vilja geta að sjálfsögðu farið inn á www.ruv.is/topp30 og gefið laginu atkvæði. Nýr topplisti verður birtur næstkomandi laugardag og verður fróðlegt að sjá hvort Prins Póló haldi toppsætinu.

Tittillagið má heyra hér að neðan.

Facebooksíða Prins póló
Facebooksíða París norðursins

ÓB