Djúpivogur
A A

Plokkað í Djúpavogshreppi

Plokkað í Djúpavogshreppi

Plokkað í Djúpavogshreppi

skrifaði 26.03.2018 - 16:03

Lands­menn hafa tekið upp nýj­an heilsu­sam­leg­an og um­hverf­i­s­væn­an sið sem á ræt­ur sín­ar að rekja til Svíþjóðar. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förn­um vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það er stór­kost­legt að sam­eina áhuga á úti­veru og um­hverf­is­meðvitund, ánægj­an af því að fara út og hreyfa sig verður marg­falt meiri með því að gera það með þess­um hætti.

Djúpavogsbúar láta að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og nú hafa nokkrir framtakssamir stofnað Facebookhóp sem ber nafnið Plokk á Djúpavogi. Allir sem áhuga hafa getað gerst meðlimir í hópnum.

Nú hvetjum við alla Djúpavogsbúa til að fara að fordæmi forsetans, klæða sig í útvistargallann og fara út að plokka!

ÓB