Djúpivogur
A A

Plastlaus september

Plastlaus september

Plastlaus september

skrifaði 23.08.2017 - 10:08

Djúpavogshreppur hvetur íbúa sína og fyrirtæki til að taka þátt í átakinu Plastlaus september.

Plastlaus september er árvekniátak sem er ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Plast endist í þúsundir ára og er því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið.

Endilega kíkið á heimasíðuna Plastlaus september og sjáið hvernig átakið er hugsað og hvað hægt er að gera til að vera plastlaus.

Verum umhverfisvæn og verum plastlaus.