Djúpivogur
A A

Plastlaus Kjörbúð

Plastlaus Kjörbúð

Plastlaus Kjörbúð

skrifaði 01.09.2017 - 11:09

 

6. september næstkomandi mun Kjörbúðin byrja átak til að sporna við notkun plastpoka.

Viðskiptavinir geta komið með 3 plastpoka og skipt þeim út fyrir fjölnota poka, frítt á meðan fyrstu byrgðir endast, en í framhaldið verða þeir í sölu.

Á sama tíma munum við taka í sölu maís-ruslapoka sem fara mun betur með umhverfið og henta vel í Cittaslow sveitarfélagið okkar.

Við munum einnig hækka verðið á plastpokum til innkaupa. Svo það er um að gera að vera dugleg að muna eftir fjölnota pokunum.

Við starfsfólkið í Kjörbúðinni erum ákaflega stoltar af því að taka grænt skref í rétta átt og vonum að íbúar Djúpavogshrepps taki þessu fagnandi.

 

Helga Björk Arnardóttir