Djúpivogur
A A

Peran 2012

Peran 2012

Peran 2012

skrifaði 19.12.2012 - 14:12

Menningarmálanefnd Djúpavogs efnir til lýðræðislegrar kosningar um bestu jólaskreytingu Djúpavogshrepps.

Kosningin fer þannig fram að hver og einn má kjósa 3 hús. Best skreytta húsinu skal gefa 3 stig, því næsta 2 og síðan 1 atkvæði til þess húss sem þar á eftir kemur.

Nóg er að nefna númer húss eða eiganda / eigendur.

Vinningshafinn mun síðan fá "Peruna" afhenta á Þorrablótinu, laugardaginn 26. janúar.

ATKVÆÐUM SKAL SKILA Á SKRIFSTOFU DJÚPAVOGSHREPPS EÐA NETFANGIÐ peran@djupivogur.is FYRIR KL. 13:00 ÞRIÐJUDAGINN 22. JANÚAR 2013.

Þeim sem ekki geta sent atkvæðin í tölvupósti bendum við á að prenta þessa frétt út, fylla út atkvæðaseðilinn hér fyrir neðan og skila á skrifstofu Djúpavogshrepps.

ATKVÆÐASEÐILL:

1. sæti (3 atkvæði): ____________________________________

2. sæti (2 atkvæði): ____________________________________

3. sæti (1 atkvæði): ____________________________________