Djúpivogur
A A

Páskakiðlingar að Núpi

Páskakiðlingar að Núpi

Páskakiðlingar að Núpi

skrifaði 01.04.2015 - 13:04

Margt gengur á að Núpi á Berufjarðarströnd þessa dagana.

Fyrir réttri viku bar huðna þar tvo kiðlinga. Fæðingin gekk mjög vel og kiðlingarnir eru hraustir og pattaralegir. Þeir drekka vel og er einnig gefin smá mjólk til að létta á huðnunni. Björgvin, bóndi að Núpi, segir kiðlinga vera allt öðruvísi en lömb. Þeir hafi allt annað eðli, séu miklu villtari, vitrari og vilji helst vera prílandi upp á allt og út um allt og með nefið niðri í öllu. Kiðlingarnir hafa ekki verið skírðir, en mögulega verður ráðin bót á því, þar sem margar kirkjuferðir eru framundan hjá heimilisfólkinu.

Kolbrún Rós, dóttir hjónanna að Núpi, eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum, og það verður skírt að Berunesi í dag. Svo á morgun, skírdag, verður dóttirin Katrín Birta fermd í Heydalakirkju.

ED