Djúpivogur
A A

Öxi laus úr vetrarfjötrum

Öxi laus úr vetrarfjötrum

Öxi laus úr vetrarfjötrum

skrifaði 29.04.2009 - 11:04

Nú er tilefni fyrir marga til þess að gleðjast þar sem vegurinn yfir Öxi hefur verið opnaður. Við viljum þó taka það fram að þar er nokkuð hált og vegurinn ber þess merki að snjóa er að leysa. Sem merki um það hversu fær vegurinn er orðinn þá tókst sveitarstjóranum á Djúpavogi að komast yfir á rauða drekanum sínum, DA 704, og var fljótur að því.

Það er góður siður þegar farið er um fjallvegi að fara inn á www.vegagerdin.is og skoða umferðatölur, færð og fleira en við hvetjum fólk til þess að kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.

Við óskum Austfirðingum sem og öðrum vegfarendum til hamingju með þennan ánægjulega atburð.