Djúpivogur
A A

Öxi 2012 er um helgina

Öxi 2012 er um helgina

Öxi 2012 er um helgina

skrifaði 28.06.2012 - 12:06

Öxi 2012, hlaupa- og gönguhelgi fjölskyldunnar er um helgina.

Það sem hæst ber er þríþrautarkeppni sem er laugardaginn 30. júní. Tvö lið hafa skráð sig til keppni auk þriggja einstaklega. Ræst verður í fyrstu grein, sem er sjósund, frá Staðareyri, norðan megin í Berufirði kl. 10:00.

Ýmislegt fleira er um að vera um helgina, gúmmískóaganga síðdegis á laugardeginum og tásutölt á sunnudeginum.

Allar nánari upplýsingar um helgina er að finna hér.

Okkur barst skemmtileg gjöf í gær í tilefni af þríþrautarkeppninni. Það er öxi úr hreindýrshorni, sem í er skorið slagorðið "Öxi fyrir alla". Haukur á Starmýri smíðaði Öxina og Jón Friðrik Sigurðsson skar í hana. Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir þennan fallega grip.

ÓB