Djúpivogur
A A

Öxi 2012 - Göngu og hlaupahelgi fjölskyldunnar

Öxi 2012 - Göngu og hlaupahelgi fjölskyldunnar

Öxi 2012 - Göngu og hlaupahelgi fjölskyldunnar

skrifaði 17.02.2012 - 13:02

Djúpavogshreppur í samstarfi við Umf. Neista og fyrirtæki í sveitarfélaginu ætlar að standa fyrir „Öxi 2012 - Göngu- og hlaupahelgi fjölskyldunnar" 30. júní og 1. júlí í sumar. 

Aðalgrein helgarinnar er  þríþraut þar sem keppt verður í sjósundi 750m (synt af Staðareyri suður yfir Berufjörð), hjólað 13 km (inn Berufjarðardalinn og upp á Öxi) og hlaupið 19 km (út í Fossárdal að Eyjólfsstöðum) og hjólað þaðan 18 km á Djúpavog. Einnig verða skipulögð styttri hlaup og gönguferðir við allra hæfi.

Nánari upplýsingar síðar.