Djúpivogur
A A

Óvænt káluppskera í Gleðivík

Óvænt káluppskera í Gleðivík

Óvænt káluppskera í Gleðivík

skrifaði 13.08.2010 - 06:08

Eins og Djúpavogsbúar hafa eflaust tekið eftir hefur verið nokkuð sérkennileg uppspretta í Gleðivík. Þar stóð til þess að græða upp land með grasfræjum en fyrir mistök var þar sáð fóðurkáli. Uppsprettan er hin glæsilegasta og þar má nú sjá mörg hundruð metra kálgarð.

Sjónvarsfréttamaður frá Ríkissjónvarpinu mætti á svæðið á mánudag og gerði frétt um þetta spaugilega mál og má  lesa fréttina af heimasíðu RÚV með því að smella hér og sjá frétt úr kvöldfréttum sjónvarpsins hér fyrir neðan.

BR