Djúpivogur
A A

Öskudagur í leikskólanum 2015

Öskudagur í leikskólanum 2015

Öskudagur í leikskólanum 2015

skrifaði 18.02.2015 - 15:02

Öskudagurinn var haldinn með pomp og prakt í leikskólanum eins og venja er.  Börn og starfsfólk mætti prúðbúið til vinnu og byrjaði dagurinn á morgunmat.  Þá var farið í salinn og kötturinn sleginn úr tunnunni.  Þegar það hafðist að slá tunnunna í sundur var sest niður og bragðað á góðgætinu sem kom úr tunnunni.  Þegar flestir voru búnir með úr sínum poka var slegið í ball og tjúttað duglega.  Þegar þreyta var komin í hópinn var ballinu slaufað og allir settust niður og horfðu á Brúðubílinn á DVD.  Eftir hádegismatinn fóru elstu krakkarnir í gönguferð og sungu fyrir nammi en hin börnin fóru út í garð að leika og taka á móti krökkum sem komu og sungu fyrir okkur í leikskólanum. 


Krummadeild á öskudegiKríudeild á öskudegiTjaldadeild á öskudaginn

Yngsta leikskólatígrisdýr að slá í tunnunna

Elsa í Frozen var vinsæl

Meiri fjölbreytileiki var í búninngum strákanna en það voru tveir superman

Fleiri myndir af öskudegi hér

ÞS