Djúpavogshreppur
A A

Öskudagur á skrifstofunni

Öskudagur á skrifstofunni

Öskudagur á skrifstofunni

skrifaði 18.02.2010 - 10:02

Starfsfólk Djúpavogshrepps fór ekki varhluta af öskudeginum í gær, en við fengum hverja ánægjulega heimsóknina af annarri frá vel uppábúnum börnum Djúpavogs, auk barna frá Breiðdalsvík sem stödd voru hér í gær í tengslum við keppnisdaga í Grunnskólanum. Sungu börnin allt frá Gamla Nóa til evróvisjónlagsins Is it true og fengu gott í pokann að launum.

ÓB