Djúpivogur
A A

Öskudagur

Öskudagur

Öskudagur

skrifaði 18.02.2015 - 15:02

Frábær þátttaka var á opnum degi í grunnskólanum í dag. Nemendur og fleiri mættu í furðufötum og sýndu gestum sínum þau verk sem unnin voru á síðustu tveimur dögum. Eldgos voru látin gjósa á 20 mínútna fresti, spiluð voru minnisspil tengd eldgosanöfnum, upplýsingar um nokkrar eldstöðvar á Íslandi og á bókasafninu voru sérhönnuð póstkort tengd eldgosi til sýnis. Verða þau uppihangandi næstu daga svo gestir bókasafnsins geti notið. Í lok dags var boðið upp á eldfjallakökur og úrslit tilkynnt um frumlegustu, óhugnalegustu og flottustu búninga nemenda og kennara.

Myndir segja meira en þúsund orð. 

Takk fyrir frábæran dag.

LDB