Djúpivogur
A A

Öskudagssprell

Öskudagssprell

Öskudagssprell

skrifaði 26.02.2012 - 09:02

Þriðji keppnisdagurinn var á öskudaginn.  Nemendur Djúpavogsskóla og Grunnskóla Breiðdalshrepps kepptu í síðustu keppnisgreininni, sem var hæfileikakeppni.  Fengu þeir ákveðin verkefni og höfðu um 2 klst. til að klára atriðið sitt.  Mjög gaman var að sjá hversu fjölbreytt atriðin voru og skemmtileg.
Sigurvegarar í heildarkeppni yngri nemenda voru "Djúpalingarnir"og sigurvegarar eldri nemenda voru "Friends."  Þau lið sem hlutu háttvísiverðlaun voru "Djúpalingarnir" og "Gígantísk græn sápa."

Eftir hæfileikakeppnina var húllumhæ í íþróttasalnum og var þátttaka foreldra og annarra fullorðinna mjög góð þetta árið.  Myndir eru hér.  HDH