Djúpavogshreppur
A A

Óskað eftir tilboðum í rekstur Löngubúðar

Óskað eftir tilboðum í rekstur Löngubúðar

Óskað eftir tilboðum í rekstur Löngubúðar

Ólafur Björnsson skrifaði 09.10.2019 - 08:10

Djúpavogshreppur óskar eftir tilboðum í veitingarekstur Löngubúðar frá 1. janúar 2020.

Tilboðum skal skila til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir kl. 15:00 föstudaginn 1. nóvember.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11:00 mánudaginn 4. nóvember að viðstöddum þeim bjóðendum sem óska.
Tilboð skulu gilda í tvær vikur frá opnun þeirra.

Djúpavogshreppur áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vakin er athygli á að ýmsar kvaðir fylgja rekstrinum sem áhugasömum er bent á að kynna sér.

Frekari upplýsingar veitir undirritaður í síma 470-8700 og á sveitarstjori@djupivogur.is og Þorbjörg Sandholt formaður atvinnu- og menningarmálanefndar obba@djupivogur.is

Sveitarstjóri