Djúpivogur
A A

Orðsending frá Sviðahausunum

Orðsending frá Sviðahausunum

Orðsending frá Sviðahausunum

skrifaði 22.07.2014 - 15:07

Kæru vinir!

Eins og gefur að skilja fer mikill undirbúningur í að setja saman efni í eitt stykki Sviðamessu. Í ár eru aðstæður því miður ekki okkur í hag og eru ýmsar ástæður þar að baki. Hópurinn hefur verið mikið á flakki og ekki gefist nægur tími til að hittast og semja. Því hefur verið ákveðið að Sviðahausarnir sjái ekki um skemmtunina í ár. Við munum koma öflugir til baka á næsta ári með fullt af nýju og góðu efni, ferskari sem aldrei fyrr. Það er samt aldrei að vita nema eitthvað birtist frá okkur í haust og mun það trúlega ekki fara framhjá ykkur.

Þeir sem hafa áhuga eða einhverjar hugmyndir á skemmtidagskrá eru beðnir um að hafa samband í tölvupósti á framtid@simnet.is. Sviðamessan hefur aldrei verið með neitt fast form og því koma allar hugmyndir til greina.

Að lokum viljum við deila því með ykkur að við höfum komið okkur upp heimasíðu þar sem hægt er að nálgast mikið af því efni sem við höfum gert. Einnig stefnum við á að vera þar með blogg/fréttir þar sem við getum fengið útrás fyrir ruglinu í okkur svo endilega fylgist vel með.

Slóðin á heimasíðuna er: www.svidahausar.com

Með virðingu og vinsemd
Sviðahausarnir