Djúpivogur
A A

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/12, Djúpivogur

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/12, Djúpivogur

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/12, Djúpivogur

Ólafur Björnsson skrifaði 15.07.2019 - 11:07

Sýningin Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur var formlega opnuð með viðhöfn laugardaginn 13.júlí sl. að viðstöddu fjölmenni.

Rúllandi snjóbolti er samtímalistasýning sem haldin er á sumrin í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýningin er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) í Xiamen, Kína, en CEAC er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 1999 af Ineke Guðmundsson með fjárhagslegum stuðningi eiginmanns hennar, Sigurðar Guðmundssonar listamanns.

Þetta er sjötta árið í röð sem sýningin er sett upp en ár hvert má gera ráð fyrir að rúmlega átta þúsundir gesti sæki sýninguna heim.

Á opnunni flutti tónlistarkonan María Viktoría Einarsdóttir nokkur lög, staðgengill mennta- og menningarmálaráðherra, Auður Edda Jökulsdóttir, var heiðursgesturinn í ár og þá var einnig fulltrúi frá Kínverska sendiráðinu, Ms.Gao Chunyan á staðnum og flutti ávarp. Kvenfélagið Vaka sá um veitingar og bauð gestum upp á íslenska brauðsúpu og Austri Brugghús bauð upp á bjórana Vökva og Vöku. Þessum aðilum er hér með þakkað kærlega fyrir sinn þátt í opnuninni.

Sýningin stendur til 18.ágúst nk. og er opin alla daga frá kl. 11:00 – 16:00. Frítt er inn á sýninguna.

Við bjóðum alla velkomna á sýninguna Rúllandi snjóbolti/12, Djúpivogur

Myndir frá opnunarhátíðinni má sjá með því að smella hér.

Atvinnu- og menningarmálafulltrúi,