Djúpivogur
A A

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/7 kl. 15

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/7 kl. 15

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta/7 kl. 15

skrifaði 02.07.2016 - 09:07

Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti/7, Djúpivogur opnar í Bræðslunni í dag kl. 15:00.

2016 er þriðja sumar listasýningarinnar og verður hún opin alla daga frá 3. júlí til 21. ágúst kl. 11:00-16:00.

Aðgangur  er ókeypis og við reiknum með að bæði íbúar Djúpavogshrepps, Austfirðingar og Íslendingar allir, sem og auðvitað erlendir ferðamenn, muni sækja sýninguna af kappi líkt og síðustu tvö sumur.

 

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á formlega opnun sýningarinnar, 2. júlí kl. 15:00.

- Sérlegur gestur verður Katrín Jakobsdótttir fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra og mun hún opna sýninguna

- Kvenfélagið Vaka mun sjá um veitingar úr héraði, í anda Cittaslow

- Langabúð mun sjá um sölu áfengra veitinga

- Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur og bassaleikarinn Colescott Rubin, sem halda tónleika í Löngubúð kl. 17:00 sama dag (2. júlí) munu leika nokkur lög

- Gjörningur eftir Magnús Pálsson verður framkvæmdur

- Ræðuhöld og fleira

 

Á Rúllandi snjóbolta/7, Djúpavogi verða sýnd verk eftirfarandi 32 listmanna:

 

Íslenskir listamenn

Berglind Ágústsdóttir / Dagrún Aðalsteinsdóttir / Ragnar Kjartansson /Sigurður Guðmundsson / Magnús Pálsson / Arna Óttarsdóttir / Hreinn Friðfinnsson / Kristján Guðmundsson / Þór Vigfússon / Hrafnkell Sigurðsson / Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar / Árni Páll Jóhannsson / Ragna Róbertsdóttir / Rúrí / Rúna Þorkelsdóttir / Hekla Dögg / Ólöf Nordal / Finnbogi Pétursson / Egill Snæbjörnsson / Elín Hansdóttir / Margrét Blöndal / Olga Bergmann

 

Listamenn við Rijksakademie, Amsterdam í Hollandi


Juliaan Andeweg (NL) / Josefin Arnell (SE/NL) / Mercedes Azpilicueta (IT/AR/NL) / Pauline Curnier Jardin (FR) / Marije Gertenbach (NL) / Tamar Harpaz (IL/US) / Christine Moldrickx (DE) / Matthijs Munnik (NL) / Eva Spierenburg (NL) / Robbert Weide (NL)

 

 

Þrír listamenn gefa Djúpavogshreppi verk sín

Þeir Sigurður Guðmundsson, Hrafnkell Sigurðsson og Þór Vigfússon hafa ákveðið að gefa Djúpavogshreppi verk eftir sig. Það er sveitarfélaginu mikill heiður að taka á móti þessum gjöfum. Verkin verða til sýnis á Rúllandi snjóbolta/7, Djúpivogur.

 

 

Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir sýninguna í ár. Við kunnum aðstandendum sjóðsins kærar þakkir fyrir stuðninginn.

 

 

Verk Hrafnkells Sigurðssonar af Rúllandi snjóbolta/6, Upprif, 2015.