Djúpavogshreppur
A A

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta /13

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta /13
Cittaslow

Opnunarhátíð Rúllandi snjóbolta /13

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 14.07.2020 - 09:07

Hátt á þriðja hundrað manns sóttu opnunarhátíðina síðastliðinn laugardag þegar Rúllandi snjóbolti/ 13, Djúpivogur opnaði í Bræðslunni. Sýningin er nú haldin í sjöunda sinn en hún er samvinnuverkefni Kínversk-evrópsku menningarmiðstöðvarinnar og Djúpavogshrepps. Alls taka 33 listamenn þátt í sýningunni í ár en 19 af þeim útskrifuðust úr Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Opnunin var glæsileg og var boðið upp á girnilegar veitingar úr héraði, klassískt söngatriði og ræðuhöld áður en opnað var formlega þegar klippt var á borðann. Öllu var dreift þægilega í stóru rými Bræðslunnar og fylgt var öllum viðmiðum almannavarna vegna Covid-19 faraldursins og spritt til reiðu hvarvetna.

Sýningin er opin alla daga kl. 11:00-16:00 til 15. ágúst og strax mikil aðsókn enda ókeypis inn. Fjöldi ferðamanna og gesta skoða gjarnan egg Sigurðar Guðmundssonar í Gleðivík dag hvern, en sýningarrýmið Bræðslan er þar beint við hliðina og er Sigurður Guðmundsson einmitt einn af þátttakendum sýningarinnar í ár. En listamennirnir sem taka þátt í ár eru:

Alexander Hugo Gunnarsson, Andri Þór Arason, Anika L. Baldursdóttir, Atli Pálsson, Auðunn Kvaran, Birkir Mar Hjaltested, Bjargey Ólafsdóttir, Clare Aimée Gossen, Daníel Ágúst Ágústsson, Einar Lúðvík Ólafsson, Hrafnkell Sigurðsson, Huang Shizun, Jóhanna Margrétardóttir, Kjáni Thorlacius, Lin Jing, Liu Yuanyuan, Lova Y & Tycho Hupperets, Margrét Dúadóttir Landmark, María Lind Baldursdóttir, Marike Schuurman, Rakel Andrésdóttir, Renate Feizaka, Sigurður Guðmundsson, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Sölvi Steinn Þórhallsson, Tara & Silla, Wei Na, Yang Zhiqian, Ye Qianfu og Þór Vigfússon.

Myndir frá opnuninni má sjá með því að smella hér.