Djúpavogshreppur
A A

Opnir fundir GróLindar á Austurlandi

Opnir fundir GróLindar á Austurlandi

Opnir fundir GróLindar á Austurlandi

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 15.04.2019 - 15:04

Landgræðslan býður öllum áhugasömum til kynningar- og samráðsfundar um verkefnið GróLind, mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum Íslands. Á fundunum verður fjallað um aðferðarfræði verkefnisins m.a ástandsmat, þróun sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu, kortlagningu beitilanda, könnun á beitarferli sauðfjár (GPSKindur) og samstarf við landnotendur. Héraðsfulltrúi verður að sjálfsögðu á svæðinu og heldur stutt erindi um önnur verkefni.


Landgræðslan hvetur fólk til að mæta og taka virkan þátt í þróun verkefnisins.

Sjálfbær nýting er hagur okkar allra