Djúpivogur
A A

Opinn fundur um atvinnumál á sunnudaginn

Opinn fundur um atvinnumál á sunnudaginn
Cittaslow

Opinn fundur um atvinnumál á sunnudaginn

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 15.03.2019 - 15:03

Atvinnu – og menningarmálanefnd stendur fyrir fundaröð um atvinnu- og menningarmál. Næsti fundur verður sunnudaginn 17.mars kl.12:00 á Hótel Framtíð. Súpa, brauð og kaffi verður í boði.

Áhersla þessa fundar verður ferðaþjónusta. Djúpavogshreppur tekur saman tölfræði og aðrar upplýsingar sem kynntar verða tengda ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Fyrirtæki í ferðaþjónustu taka til máls og kynna sitt fyrirtæki. Einnig verða opnar umræður á fundinum þar sem mál tengd ferðaþjónustu í sveitarfélaginu verða rædd.

Allir velkomnir!

Greta Mjöll Samúelsdóttir atvinnu- og menningarmálafulltrúi og Atvinnu- og menningarmálanefnd.

gretamjoll@djupivogur.is

470-8703 / 697-5853

Viðburðinn má finna hér