Djúpivogur
A A

Opið hús

Opið hús

Opið hús

skrifaði 26.08.2010 - 09:08

Hið hefðbundna opna hús var í grunnskólanum í gær. Sú nýbreytni var að fyrstu bekkingum var boðið að mæta fyrr þar sem skólastjóri og kennarar bekkjarins tóku á móti þeim, sýndu þeim húsakynni skólans og fóru yfir það helsta sem framundan er. Umsjónarkennarar hinna bekkjanna tóku á móti sínum nemendum og forráðamönnum þeirra frá 10:00 til 14:00. Mæting var mjög góð og ekki annað að sjá en að nemendur og kennarar kæmu vel undan sumri og bíða spenntir eftir að takast á við verkefni vetrarins. BE