Djúpivogur
A A

Ómskoðun

Ómskoðun

Ómskoðun

skrifaði 03.10.2010 - 15:10

 

Á þriðjudaginn var bauðst nemendum í 10. bekk að fara  á Fossárdal og taka þátt í ómskoðun á sæðingafé (lambhrútum og gimbrum undan sæðingahrútum). Nemendurnir unnu hörðum höndum við að smala fénu í króna, vigta þær og skrá. Halda á meðan ómskoðun fór fram og einnig  þegar féið var þuklað og metið. Útskýrt var hvað var verið að skoða og hvað þykir gott ef maður er ásetningaær.  Best er að hafa hrygginn vel vænan af vöðvum. Þegar þessu var lokið fóru nemendur sjálfir á vogina og í ómskoðun þar sem fitulag og vöðvar við neðri hryggjarliði voru skoðaðir. Eigum við mjög heilbrigða og ásetjanlega unglinga hér á Djúpavogi. Þegar því var lokið hófst þuklkeppni. Nemendur þreifuðu lærvöðva á þremur gimbrum og gáfu þeim einkunn miðað við þykkt vöðva. Að lokum vorum við leyst út með mjólk, skúffuköku og Wasa kexi. Kærar þakkir fyrir móttökurnar. LDB Fleiri myndir má sjá hér.