Djúpivogur
A A

Ofurbörn

Ofurbörn

Ofurbörn

skrifaði 20.09.2006 - 00:09

Þrátt fyrir að veðrið hefði getað verið aðeins betra þá lögðu börnin af stað kl. 8:10 í morgun.  Nemendur 1. - 2. bekkjar hlupu 2,5 km, nemendur 3. - 5. bekkjar máttu velja um að hlaupa 2,5 eða 5 km og nemendur 6. - 10. bekkjar máttu velja um að hlaupa 5 eða 10 km.

Aðeins vantaði 2 nemendur í skólann í morgun en allir hinir tóku þátt þannig að um 100% þátttöku var að ræða.  Samtals hlupu börnin 235 km, eða að meðaltali 5,6 km hvert.  Athygli vekur að allir nemendur 9. bekkjar hlupu, eða gengu, 10 kílómetra.  Nemendur 6. bekkjar koma næstir með meðaltalsvegalengdina 9 km.

Á myndasíðunni má sjá nokkrar myndir frá upphafi hlaupsins. 

HDH