Djúpavogshreppur
A A

Öðruvísi heiðagæs

Öðruvísi heiðagæs

Öðruvísi heiðagæs

skrifaði 04.05.2006 - 00:05

Í morgun barst birds.is tilkynning þess efnis að sérkennilegur fugl væri á túni neðan við bæinn að Þvottá í Álftafirði.  Þegar ljósmyndari birds.is mætti á svæðið sá hann strax einn fugl skera sig úr stórum hóp af heiðagæsum.  Þegar betur var að gáð kom í ljós að þessi fugl var líka heiðagæs en allt öðruvísi á litinn.  Heiðagæs þessi var greinilega ekki vel séð í hópnum enda mjög litlaus og gerðu hinar gæsirnar aðsúg að henni annað veifið.  Fuglaspekingar á á svæðinu hafa ekki séð slíkan fugl áður.  AS