Oddný Anna bóndi í Gautavík í hádegisfréttum RÚV

Oddný Anna bóndi í Gautavík í hádegisfréttum RÚV
Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 08.11.2018 - 13:11Einn af bændum í Djúpavogshreppi er Oddný Anna Björnsdóttir í Gautavík. Nú í hádeginu tók RÚV hana tali og ræddi við hana um heimaslátrun og hvernig málin standa í dag.
"Það er almennt vitað að heimaslátrun er stunduð og mjög auðvelt að nálgast slíkt kjöt. Það er vilji til þess að færa þetta upp á yfirborðið og krafa um að reglum verði breytt þannig að bændur megi slátra heima en að um það gildi sér regluverk,“ segir Oddný Anna". "Sala úr örsláturhúsum heima á bæjum gæti reynst mikilvæg fyrir suma bændur."
Viðtalið má lesa í heild sinni hér og einnig er hægt að hlusta á útvarpsviðtalið í hádegisfréttum dagsins.
Tillögu Matís á örslátrun lamba má einnig lesa hér.