Djúpivogur
A A

Nýtt þorp á Austurlandi-fréttatilkynning

Nýtt þorp á Austurlandi-fréttatilkynning

Nýtt þorp á Austurlandi-fréttatilkynning

skrifaði 22.10.2009 - 14:10

Dagana 27- 29. október n.k. verður  hönnunar og nýsköpunarverkefnið Þorpið – skapandi samfélag á Austurlandi kynnt formlega með tveim kynningarkvöldum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og síðan verður blásið til málþings á Eiðum fimmtudagskvöldið 29.október.  

Verkefninu er ýtt úr vör af stoðstofnunum  á Austurlandi þ.e. Menningarráði  Austurlands, Þróunarfélags Austurlands og Þekkingarneti Austurlands  í samstarfi við Fljótsdalshérað.

Þorpið er tilraunaverkefni til eins árs til og er ætlunin að byggja upp skapandi samfélag á Austurlandi á sviði  hönnunar og handverks.  Þorpið verður í samstarfi við fjölmarga aðila á Austurlandi um mismunandi verkefni sem öll lúta að því að skapa atvinnu á sviði hönnunar og framleiðslu á nytjahlutum.  Verkefnið er  öflugur klasi þar sem samnýting fjármuna og mannauðs fer saman.  Á málþinginu á Eiðum verða margir spennandi fyrirlesarar  m.a. Martina Lindberg frá  Finnlandi en hún mun kynna uppbyggingu á listamannasamfélagi í Fiskars í Finnlandi.  Einnig munu framkvæmdastjórar Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Hugmyndahúss Háskólanna flytja fyrirlestra.

Dagskrána fyrir kynningarkvöldin tvö má sjá hér

 BR