Djúpivogur
A A

Nýtt sveitarfélag formlega stofnað

Nýtt sveitarfélag formlega stofnað

Nýtt sveitarfélag formlega stofnað

Ólafur Björnsson skrifaði 10.03.2020 - 16:03

Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar nr.190/2020 og hefur hún verið birt á vef Stjórnartíðinda. Þá hefur fyrirtækjaskrá Skattsins gefið út kennitölu sveitarfélagsins, sem er 660220-1350. Sveitarfélagið er því formlega orðið til, en tekur til starfa eftir sveitarstjórnarkosningar 18. apríl næstkomandi og fær í kjölfarið nafn.

Í samþykktum um stjórn og fundarsköp er fjallað um stjórn sveitarfélagsins, verkefni, stjórnskipulag og fleiri atriði sem áhugavert er fyrir íbúa að kynna sér. Samþykktin gildir í þrjá mánuði eftir sveitarstjórnarkosningar, en á þeim tíma skal sveitarstjórn ákveða hvort hún gildir óbreytt áfram eða gera breytingar.