Djúpavogshreppur
A A

Nýtt kynningarmyndband um Austurland

Nýtt kynningarmyndband um Austurland

Nýtt kynningarmyndband um Austurland

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 17.01.2019 - 14:01

Nýtt kynningarmyndband um Austurland


Í dag, 17. janúar 2019, fór í dreifingu nýtt og glæsilegt kynningarmyndband um Austurland. Myndbandið, sem er eins konar örsaga, lýsir upplifun aðkomumanneskju af svæðinu og tekst þannig að gefa áhorfendum innsýn inn í þennan sérstaka og töfrandi landshluta. Hér er reynt að fanga á mettíma hvað það er sem heillar fólk við Austurland, hvað er öðruvísi, hvar augað staðnæmist og hvað stendur upp úr eftir vel heppnað ferðalag. Ótal tökustaðir voru notaðir í myndbandið enda af nógu að velja þegar markmiðið er að sýna fjölbreytnina og fegurðina. Myndbandið var framleitt af Sebastian Ziegler, leikstjóri var Henrik Dyb Zwart og með aðalhlutverk fór Nanna Juelsbo, nýbúi á Seyðisfirði.

Njótið vel!

Austurland.is / VisitAusturland.is