Nýtt fyrirtæki á Djúpavogi

Nýtt fyrirtæki á Djúpavogi
skrifaði 17.04.2009 - 16:04Nú á dögunum var stofnað nýtt fyrirtæki hér á Djúpavogi. Fyrirtækið heitir Rafstöð Djúpavogs ehf. og er í eigu Guðjóns Viðarssonar og Kára Valtingojer. Höfðu þeir félagarnir áður starfað hjá Raflögnum Austurlands með aðsetur hér á Djúpavogi en ákváðu fyrir nokkru að stofna eigið fyrirtæki.
Fyrirtækið veitir víðtæka þjónustu á sviði rafmagnsmála auk þess sem það selur helstu hluti tengda rafmagninu. Þar að auki bíður Rafstöð Djúpavogs upp á tölvuþjónustu.
Rafstöð Djúpavogs er enn til húsa í Hammersminni 4b en Guðjón og Kári keyptu þá eign af Raflögnum Austurlands.
Undirritaður er lengi búinn að ætla að heimsækja þá á verkstæðið, en það er einfaldlega búið að vera svo mikið að gera hjá þeim að nánast ógjörningur hefur reynst að ná þeim þar saman þar til í dag.
Oddviti Djúpavogshrepps, Andrés Skúlason, kíkti við hjá þeim í dag til að óska þeim til hamingju og eins að biðja þá um að kíkja á símann hjá sér, sem er búinn að vera í einhverju ólagi.
Fréttasíðan óskar þeim Kára og Guðjóni innilega til hamingju með fyrirtækið og velfarnaðar í starfi.
Myndirnar fyrir neðan voru teknar í heimsókn til Rafstöðvar Djúpavogs í dag.
F.v. Guðjón Viðarsson, Andrés Skúlason og Kári Valtingojer. Hvað skyldi annars vera að símanum?
Verkstæði Rafstöðvar Djúpavogs
Kári glaðbeittur
Hluti lagersins
Kári dittar að þakinu