Djúpavogshreppur
A A

Nýtt fyrirkomulag vegna sorphirðu - upplýsingar

Nýtt fyrirkomulag vegna sorphirðu - upplýsingar

Nýtt fyrirkomulag vegna sorphirðu - upplýsingar

Ólafur Björnsson skrifaði 21.02.2019 - 15:02

Opinn kynningarfundur vegna nýs fyrirkomulags við sorphirðu var haldinn á Hótel Framtíð miðvikudaginn 20. febrúar nk. kl. 18:00. Þar kynntu fulltrúar Íslenska gámafélagsins þjónustu sína og sátu fyrir svörum ásamt formanni skipulags-, framkvæmda- og umhverfisnefndar og sveitarstjóra.

Eftir helgina verður skipt út tunnum bæði í þorpinu og í dreifbýlinu. Vonast er til að það taki ekki nema 1-2 daga og eru íbúar beðnir að sýna því skilning en svo getur farið að heimili séu tunnulaus á meðan. Íbúar eru hvattir til að kynna sér vel hið nýja fyrirkomulag.

Upplýsingabækling hefur verið dreift á öll heimili og má finna hann hér..

Losunardagatal má finna hér.

Upplýsingar um tunnufestingar má finna hér.

Sveitarstjóri