Djúpivogur
A A

Nýr framkvæmdarstjóri og þjálfari

Nýr framkvæmdarstjóri og þjálfari

Nýr framkvæmdarstjóri og þjálfari

skrifaði 30.08.2014 - 23:08

Nú á haustdögum tók við nýr framkvæmdarstjóri hjá Neista sem og þjálfari. Þjálfarinn ætti að vera öllum góðkunnugur en það er hann Rabbi (Rafn Heiðdal) djúpavogsbúi. Hann þjálfaði krakkana í sumar og hlökkum við til að starfa með honum áfram. 
Þjálfari heldur utan um íþróttastarf Neista og er í beinu samskiptum við foreldra. Hann sér einnig um opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar Zion og skipuleggur starfsemi Neista í samstarfi við framkvæmdarstjóra og stjórn Neista.

Jóhanna Reykjalín er nýr framkvæmdarstjóri en hún starfar í góðu samstarfi við þjálfara og stjórn Neista sem og foreldra. 
Jóhanna sér um að halda utan um alla starfsemi Neista, sjá um skráningar á námskeið, er tengiliður við ÚÍA, KSÍ og Sundsamband Íslands. Fylgjast með starfsemi nefnda hjá Neista og sjá til þess að hver nefnd sinni sínu. Jóhanna sér einnig um að sækja um styrki ásamt því að skipuleggja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Zion.

Við bjóðum þessa kraftmiklu einstaklinga velkomna til starfa og reiknum við með skemmtilegum vetri undir þeirra leiðsögn.