Djúpivogur
A A

Nýr bíll björgunarsveitarinnar Báru

Nýr bíll björgunarsveitarinnar Báru

Nýr bíll björgunarsveitarinnar Báru

skrifaði 14.10.2015 - 09:10

Síðastliðinn sunnudag tók Björgunarsveitin Bára á móti glænýrri bifreið af gerðinni Toyota Hilux á 38" dekkjum.

Bíllinn er mjög vel útbúinn með öllu því helsta sem prýðir góðan bjorgunarsveitabíl.

Ákveðið var að bifreiðinni skyldi gefið nafnið Garðar, en Garðar Reimarsson ánafnaði Bjsv. Báru allar sínar eigur við andlát sitt.

Björgunarsveitin Bára bíður bæjarbúum og öðrum sem áhuga á hafa að koma og líta bifreiðina augum og skoða húsakynni sveitarinnar milli 12 og 14 á laugardaginn 17. október.

Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar.

Sveitin minnir ennfremur á styrktarreikning sinn, hverjum þeim sem styrkja vilja kaup þessi og starf sveitarinnar, en það er allt saman unnið í sjálfboðavinnu af félögum Bjsv. Báru.
Reikningsnúmerið er 0169-26-31092, kt: 480982-0379

Ingi Ragnarsson
Formaður Bjsv. Báru, Djúpavogi

Djúpavogshreppur óskar Björgunarsveitinni Báru innilega til hamingju með þennan glæsilega bíl.

ÓB