Djúpivogur
A A

Nýjar flokkunartunnur prýða bæinn

Nýjar flokkunartunnur prýða bæinn
Cittaslow

Nýjar flokkunartunnur prýða bæinn

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 20.07.2018 - 14:07

Ný stórglæsileg flokkunartunnusamstæða prýðir nú miðbæ Djúpavogs. Djúpavogshreppur fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Austurlands til Cittaslow stefnu hreppsins. Tunnurnar eru frábær leið til þess að halda bænum hreinum og minna á gildin sem hér ríkja. Flokkunartunnusamstæðan er fullkomin birtingarmynd Cittaslow hugmyndafræðinnar. Efnið er úr nágrenni, nánar tiltekið Hallormsstað, hönnun og smíði var í höndum heimamanns og listamannsins Þórs Vigfússonar og vann hann verkið í Bræðslunni.

Hvetjum við því alla til að sýna gott fordæmi og flokka einstaka rusl í dagsins amstri og benda jafnan gestum okkar á hvar samstæðan stendur.