Djúpivogur
A A

Ný tilkynning vegna vatnsveitunnar

Ný tilkynning vegna vatnsveitunnar

Ný tilkynning vegna vatnsveitunnar

skrifaði 30.07.2010 - 17:07

Eftir hádegi í dag hefur komið  í ljós hjá rannsóknarstofu Matís, að sýni sem tekið var úr vatnsveitu Djúpavogs sl. mánudag inniheldur kampýlóbakter sýkla auk kóligerla, sem þegar hafði valdið því að íbúar voru hvattir til að sjóða neysluvatn.

Af þessum sökum er brýnt fyrir íbúum að nauðsynlegt er að sjóða allt vatn sem ætlað er til neyslu þar til annað verður ákveðið.

Enn er unnið að því að komast fyrir vandann og verða Djúpavogsbúar upplýstir um þróun mála eins og hægt er.

Frekari upplýsingar um kampýlóbakter má finna hér.

Sveitarstjóri