Djúpivogur
A A

Ný smáskífa frá Umma

Ný smáskífa frá Umma

Ný smáskífa frá Umma

skrifaði 26.10.2010 - 13:10

Smáskífan Svefnleysi sem kom út þann 23.10.2010 er þriðja smáskífan af plötunni Ummi sem kom út fyrr á þessu ári.

Í tilefni af útgáfu smáskífunnar og einnig vegna þess að þetta er lag sem listamanninum þykir mjög vænt um, þá fékk hann dætur sínar sem eru 6 og 9 ára með sér og saman föndruðum þau þetta "stopmotion" myndband við lagið.

Myndbandið má finna í HD gæðum í gegnum heimasíðuna www.ummi.is og einnig á YouTube (sjá fyrir neðan).

Lagið verður ókeypis og aðgengilegt til niðurhlaðs sem .mp3 á www.ummi.is frá og með útgáfudeginum.

ÓB