Djúpivogur
A A

Ný heimasíða Djúpavogshrepps

Ný heimasíða Djúpavogshrepps

Ný heimasíða Djúpavogshrepps

skrifaði 30.04.2018 - 17:04

Það er fagnaðarefni að ný heimasíða er komin í loftið. Hún inniheldur ýmsar nýjungar m.a. þá að nú verða allar fréttir, auglýsingar o.þ.h. sem með einhverjum hætti geta fallið undir Cittaslow merktar sérstaklega með Cittaslow stimpli. Með þessu móti verður lögð áhersla á að gera áhrif hugmyndafræði Cittaslow í sveitarfélaginu sýnilegri og auðvelda notendum að átta sig á út á hvað hún gengur. Leitast hefur verið við að flytja allt efni af gömlu síðunni á þá nýju. Í flókinni tæknivinnu er alltaf mögulegt að eitthvað misfarist. Við treystum því hins vegar að notendur bendi okkur vinsamlegast á ef eitthvað vantar og þá bætum við úr.

Gauti Jóhannesson
sveitarstjóri