Ný bifreið tekin á langtímaleigu

Ný bifreið tekin á langtímaleigu
Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 18.09.2018 - 09:09Nýverið gerði Djúpavogshreppur langtíma samning við Bílaleigu Akureyrar. Tekin hefur verið á langtímaleigu Skoda bifreið sem notuð verður af starfsfólki Djúpavogshrepps þegar erindi þarf að sækja utanbæjar. Bifreiðina prýðir merking Djúpavogshrepps.
Tilviljun er að númeraplatan hefur upphafsstafi sveitarstjórans og oddvita Gauta Jóhannessonar, en vekur þó ómælda ánægju hjá honum sjálfum.