Djúpivogur
A A

Nú reynum við aftur við Baujunámskeið.

Nú reynum við aftur við Baujunámskeið.

Nú reynum við aftur við Baujunámskeið.

skrifaði 19.01.2010 - 09:01

BAUJUNÁMSKEIÐ

Solveig Friðriksdóttir verður með„Baujunámskeið“ fyrir foreldra á Djúpavogi, miðvikudaginn 27. janúar.

Baujunámskeiðið er sjálfsstyrkinganámskeið þar sem þátttakendur fræðast um tilfinningar okkar og hvernig þær hafa áhrif á hegðun og líðan. Kenndar verða einfaldar aðferðir til að takast á við erfiðar tilfinningar í dagsins önn svo og slökunaröndun.

Námskeiðið er í fyrirlestrarformi, engin einstaklings- eða hópverkefni og enginn þarf að óttast að þurfa að standa upp fyrir framan hóp og tala. Námskeiðið tekur um tvo tíma.

Hægt er að fræðast nánar um Baujuna á
www.baujan.is


Solveig er með B.A. próf í sálfræði, jógakennari og hefur unnið við kennslu sl. 11 ár. Hún hefur kennt Baujuna fyrir nemendur í Grunnskólanum á Stöðvarfirði (sex námskeið). Þá hefur hún haldið tvö námskeið fyrir nemendur á Fáskrúðsfirði, eitt námskeið fyrir foreldra Grunnskólans á Stöðvarfirði, tvö námskeið fyrir starfshópa og eitt fyrir kennara á Kennaraþingi ásamt því að hafa haldið eigin fræðslufyrirlestra til persónuuppbyggingar.  (Síðasti fyrirlestur sem hún hélt var fyrir rúmlega 100 manns).

Foreldri greiðir 1.000.- kr. fyrir námskeiðið en ef báðir foreldrar koma saman kostar það 1.500.- kr.-  Grunnskólinn / leikskólinn og foreldrafélögin greiða það sem upp á vantar. 

Áhugasamir hafi samband við Halldóru (dora @djupivogur.is) – 478-8246, í síðasta lagi 25. janúar nk.

Ath!  Þeir foreldrar sem voru búnir að staðfesta þátttöku síðast eru beðnir um að gera það aftur, ælti þeir að vera með!!