Djúpivogur
A A

Norræna skólahlaupið 2010

Norræna skólahlaupið 2010

Norræna skólahlaupið 2010

skrifaði 11.10.2010 - 09:10

Veðurguðirnir sýndu örlitla miskunn og drógu ský frá himni á fimmtudaginn þegar nemendur skólans hlupu um bæinn og nágrenni en þennan dag fór fram Norræna skólahlaupið.

Þeir sem lengst hlupu voru keyrðir inn að Urðateigi en þaðan eru 10 km. Þeir sem hlupu 5 km. skokkuðu að skógræktinni og til baka og yngstu nemendurnir sprettu til og frá flugbrautinni, eða 2, 5 km.

Það liðu ekki nema 20 mín. þegar fyrstu nemendur komu í íþróttahúsið en þar var boðið upp á ávexti og djús. Eftir hressinguna skelltu börnin sér í sund.

Myndir frá þessum skemmtilega degi má sjá hér

 

 

BE