Djúpavogshreppur
A A

Nóg um að vera

Nóg um að vera

Nóg um að vera

skrifaði 15.02.2010 - 09:02

Það er sko nóg um að vera í leikskólanum okkar þó svo að það fari oft ekkert mjög hátt.  Þann 5. febrúar var sett upp listasýning með ljósmyndum úr starfi leikskólans og listaverkum eftir nemendur leikskólans í Samkaup/strax og átti hún að standa yfir helgina en vegna vinsælda hefur hún enn ekki verið tekin niður en nú fer samt hver að verða síðastur að skoða listaverkin. 

Á fimmtudaginn (11. febrúar) kom Ýmir í heimsókn til okkar vopnaður gítar.  Tekin voru nokkur lög á gítarinn og sungið við mikla ánægju leikskólabarna og vilja þau ólm fá hann aftur í heimsókn og nokkrir nemendur þegar búnir að ákveða að læra að spila á svona gítar eins og hann Ýmir. 

Ýmir að spila á gítarinn

og við sungum með...bahama..eyja...

Síðan bjuggum við til bolluvendi sem við fórum með heim á föstudeginum svo hægt væri að bolla mömmu og pabba á mánudeginum en þá er einmitt bolludagur

Verið að mála komandi bolluvönd

Á föstudaginn (12. febrúar) fengum við svo Séra Sjöfn til okkar og höfðu krakkarnir mjög gaman af því að fá hana.  En því miður var ekki hægt að taka neinar myndir af þeirra heimsókn þar sem myndavélin okkar var í gönguferð með Hugrúnu og hópnum hennar.  En leikskólinn á bara eina myndavél og eru nýjar myndavélar komnar á óskalistann okkar þar sem við gætum haft sitt hvora myndavélina á deildunum. 

Þessa vikuna verður ekki síður mikið um að vera, bolludagur þar sem börnin fá bollu í ávaxtatíma, hádegismat og hressingu.  Sprengidagur með saltkjöti og baunum og öskudagur með öskudagssprelli þar sem börnin slá köttinn úr tunnunni og dansa á eftir.  Þau mega koma í grímubúningum, furðufötum eða á náttfötunum. 

ÞS