Djúpavogshreppur
A A

Neisti bikarmeistari UÍA í sundi 2009 - myndir

Neisti bikarmeistari UÍA í sundi 2009 - myndir

Neisti bikarmeistari UÍA í sundi 2009 - myndir

skrifaði 24.11.2009 - 14:11

Neistakrakkarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu Bikarmót UÍA í sundi sem fram fór í sundlaug Djúpavogs um helgina. Að launum fékk Neisti Djúpavogsbikarinn sem Djúpavogshreppur gaf og er farandbikar sem keppt verður um árlega hér eftir.

Neisti vann mótið með miklum yfirburðum með 337 stig en Leiknir Fáskrúðsfirði var í öðru sæti með 158 stig. Glæsilegur árangur hjá krökkunum okkar.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir stigahæsta stráka- og stelpuliðið og voru það Leiknis-stelpur og Neista-strákar sem hrepptu þá bikara.

Sundráð UÍA stóð fyrir þessu móti sem verður framvegis haldið hér í lauginni okkar í nóvember ár hvert. Sex lið mættu á staðinn með um 70 keppendur og var stemningin frábær.

Sundráð Neista sá um veitingasölu á staðnum, seldu ljúffenga súpu og samlokur.

Sundráð Neista vill kom á framfæri þökkum til Við Voginn fyrir að styrkja okkur um súpu og Samkaup Strax fyrir brauð, einnig viljum við sérstaklega þakka Guðmundu Báru Emilsdóttur fyrir að koma hingað til okkar og vera Yfirdómari á þessu móti, en Guðmunda er nýbúin með dómaranámskeið í sundi og stóð sig frábærlega. Þúsund þakkir.

UMF Neisti

Ómar Enoksson sendi okkur skemmtilegar myndir frá verðlaunaafhendingunni. Þær má sjá með því að smella hér. Við þökkum Ómari kærlega fyrir myndirnar / ÓB